Á sameiginlegum félagsfundi Orkuklasans og GEORG – rannsóknarklasa í jarðhita var samþykkt tillaga stjórnar um sameiningu Orkuklasans og GEORG. Jafnframt var stjórn veitt heimild til sameiningar rekstrar Íslenskrar Nýorku, en samrunaviðræðureru komnar vel á veg.
Sameining Orkuklasans, GEORG rannsóknarklasa og tilvonandi sameining ÍslenskrarNýorku markar tímamót í íslenskum orkugeira. Með þessum samruna verður til einnöflugur vettvangur sem sameinar styrkleika þriggja vettvanga sem hver um
sig hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu geirans:
– Orkuklasinn: Hefur verið burðarás í tengslaneti og samstarfi atvinnulífsins.
– GEORG: Hefur tengt Ísland við alþjóðlegt vísindasamfélag og leittrannsóknarverkefni.
– Íslensk Nýorka: Hefur verið brautryðjandi í orkuskiptum í samgöngum, stýrt verkefnum og byggt upp tengslanet og sérþekkingu á alþjóðlegustyrkjaumhverfi orkuskipta.
Með samþykktinni er stigið mikilvægt skref í átt að öflugri, samræmdri og áhrifameiriklasastarfsemi á sviði orku og orkuskipta á Íslandi. Með sameiningu verða möguleikarauknir með meira og nánara samstarfi og sameiginlegri þekkingu og reynslustarfsfólks.
Sameinað félag er brú milli milli rannsókna, atvinnulífs og stjórnvalda, sem auðveldarnýsköpun með tengingum við fjármagn og samvinnu og hefur áhrif á stefnumótun ogframtíðarsýn í orkugeiranum.
Aðildarfélög eru um 50 talsins og ná til allrar virðiskeðju orkugeirans. Stjórn var kjörin á fundinum og mun hún stýra innleiðingu sem lýkur í vor. Allir starfsmenn félaganna starfa áfram.
Þátttakendur komu saman í Grósku á sameiginlegum fundi Orkuklasans og GEORG, þar sem meðlimir beggja samtaka, samstarfsaðilar og hagsmunaaðilar ræddu framtíðarsamstarf, stefnumótun og áframhaldandi þróun orku- og jarðvarmavistkerfis Íslands.
