Við blásum til samfagnaðar samstarfsaðila og hollvina GEORGs – Rannsóknarklasa í jarðhita! Tilefni viðburðarins er að hóa saman þeim sem hafa komið að og/eða notið góðs af starfi GEORGs á einhvern hátt, halda þannig  upp á árangur íslenska jarðhitageirans og styrkja tengslin í bransanum.

Fyrir 15 árum var veittur styrkur úr Markáætlun Vísinda- og tækniráðs til 7 ára til að efla jarðhitageirann á Íslandi. Markmiðið var að tryggja samkeppnishæfni Íslands á sviðinu og hlúa að framþróun í þekkingu og tækni. GEORG var stofnaður um verkefnið og hefur á tímabilinu unnið með fjölmörgum aðilum sem hafa lagt hönd á plóg við að skapa þá grósku sem til staðar er í geiranum í dag. Okkur þykir tilefni til að halda upp á þennan árangur og minna um leið á mikilvægi þess að vinna að áframhaldandi virðisauka í jarðhitageiranum.

Húsið opnar kl. 14:00 og verður boðið upp á fordrykk og léttar veitingar áður en að dagskrá hefst kl. 14:30, fyrir framan Gróðurvegginn í Grósku. Drykkir og veitingar verða áfram í boði á meðan dagskrá stendur.

Öll velkomin!

Vinsamlegast staðfestið mætingu

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt
X