
Bestu hátíðarkveðjur frá starfsfólki GEORG!
GEORG hefur komið að skipulagningu fjölda viðburða á liðnu ári sem miða að því að efla alþjóðlegt samstarf á sviði jarðhita nýtingar.
Hér eru nokkrir af hápunktum ársins:
→ GEORG tók þátt í að skipuleggja vinnustofu í Oradea, Rúmeníu, sem var styrkt af EEA Grants GeoThermal Bridge Initiative verkefninu. Markmið vinnustofunar var að efla samstarf Íslands, Rúmeníu, og Pólands á sviði jarðhita, auk GEOTHERMICA Initiative.
→ GEORG skipulagði námsferð á Íslandi fyrir pólska þáttakendur í EEA Grants Geothermal Synergy verkefninu. Í ferðinni fengu pólskir þáttakendur að kynnast nýjungum í nýtingu jarðvarma á Íslandi.
→ GEORG tók þátt í skipulagningu Compass Iceland Week, sem var styrkt af Horizon Europe COMPASS verkefninu. Viðburðir voru skipulagðir fyrir alþjóðlega þáttakendur til að miðla þekkingu um háhita (e. super hot geothermal).
→ GEORG skipulagði vinnustofu í Vín um varmageymslur (e. underground thermal energy storage) í samstarfi við GEOTHERMICA Initiative og Horizon Europe GEOTHERM FORA verkefnið.
→ GEORG kom að skipulagningu vinnustofu í Glasgow um nýtingu jarðhita til hitunar í samstarfi við fjölda alþjóðlegra stofnana og samtaka.
→ GEORG skipulagði viðburð í tengslum við European Geothermal Congress í Zurich í samstarfi við GEOTHERMICA Initiative og IEA Geothermal um varmageymslur (e. underground thermal energy storage).
→ GEORG kom að skipulagningu BRYCK viðburðar í Essen sem fjallaði um fjárfestingar og nýsköpun í jarhita geiranum, í samstarfi við Landsvirkjun.
Við þökkum samstarfsfólki okkar fyrir viðburðarríkt ár, og hlökkum til að taka þátt í nýjum verkefnum á komandi ári.